Skilmálar

Skilmálar

Verkin eru seld í því ástandi sem þau eru í þegar þau eru slegin hæstbjóðanda.

Kaupandi hefur haft möguleika á að kynna sér ástand verkanna á forsýningu (5.-13. mars) hjá Würth Norðlingabraut 8, 110 Reykjavík.

 

Boðið er upp á léttar veitingar hjá Würth þann 13. mars milli kl. 16 og 18.

 

Gallar sem kunna að vera á seldu verki eru því kaupanda kunnir við kaupin og eru ekki á ábyrgð seljanda.

Komi upp efasemdir um hver hafi átt hæsta boð þegar verk er slegið, eða fleiri en einn reynast hafa verið með hæsta boð, ákveður uppboðshaldari hvort viðkomandi verk verður boðið upp á ný.


Greiðsla fyrir keypt verk skal innt af hendi í lok uppboðsins, eða eigi síðar en tveimur dögum síðar.


Greiði kaupandi ekki innan tilskilins tíma fyrir keypt verk, eða semji um greiðsluna, áskilur Fylkir sér rétt til innheimtu skuldarinnar.


Sækja þarf keypt verk innan 7 daga frá kaupum.


Fylkir áskilur sér rétt til þess að breyta dagsetningu og tíma uppboðs telji þeir það nauðsynlegt vegna utan að komandi aðstæðna.


Fyrirframboð

Hægt er að gera fyrirframboð í verkin. Fylkir getur annast boð fyrir þá sem þess óska.  Beiðnir um slíkt berist á tölvupóstfangið uppbod@fylkir.is

 

Boðið í gegn um síma
Hægt er að bjóða í verkin símleiðis í síma 5715600. Fylkir ábyrgist ekki að hægt sé að svara öllum fyrirspurnum í síma. Frá kl. 18:00 til þann 13. mars verður einnig hægt að hringja inn boð í eftirfarandi númer:

Hækkun boða
Að jafnaði er gert ráð fyrir að boð hækki um a.m.k. 10% á milli boða. Uppboðshaldari áskilur sér rétt til að að synja boðum sem ná ekki því lágmarki sem hann setur.

Lok uppboðstíma
Uppboðstími er til 13. mars kl. 21:00-22:10 en þá eru verkin slegin á fimm (5) mín fresti frá 21:00 í þeirri röð sem fram kemur í myndaskrá og á þessari síðu. Byrjað er á Fjöruferð eftir Tolla og endað á Herðubreið í bláma eftir Tolla.

Framlenging á uppboðstíma
Ef boð berst þegar innan við þrjár (3) mínútur eru eftir af uppboðinu framlengist uppboðið um þrjár mínútur.

Persónuvernd og trúnaður
Öll boð eru nafnlaus. Bjóðandi skráir sig inn á vefsíðuna uppbod.fylkir.is og leggur inn boð. Vefsíðan sér um að rugla nafnið sjálfkrafa þannig að einungis sést hvenær boð var gert og hversu hátt. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.